sunnudagur, mars 04, 2007

Ellin og dauðinn

Egill Orri: "Mamma, af hverju dó Ingólfur Arnarson?"

Mamma: "Af því hann var bara orðinn svo gamall"

Egill Orri: "Nei mamma, hann dó ekkert, hann labbaði bara upp á hól og breyttist í styttu"

*********

Egill Orri: "Mamma, koma páskarnir á eftir jólunum?"

Mamma: "Já það má kannski segja það"

Egill Orri: "En hvenær koma næstu jól"

Mamma: "Það er mjög langt þangað til ástin mín"

Egill Orri: "Verður þú þá dáinn?"