miðvikudagur, apríl 23, 2008

Fyndin fortíð

Þegar mamma er svona langt í burtu frá mér þá hefur hún kannski lítið af mér að segja, svo henni datt í hug að fara að skoða gamlar færslur hérna á blogginu í gær. Þau eru nú ófá gullkornin og prakkarastrikin sem ég hef átt í gegnum tíðina. Í senn súrt og gott hvað mamma mín er með mikið gullfiskaminni. Hérna er eitt dæmi af hvoru:

skrifað 28.september 2005
En það var soldið fyndið í gær þegar við mamma vorum að fara heim og ég var að segja bless við hana Anniku sem vinnur líka á deildinni minni. Þá sagði ég 'bless og takk í dag' en mamma sem er alltaf að hvetja mig til að æfa sænskuna sagði mér að ég yrði að segja á sænsku takk í dag. Þá sagði ég 'á sænsku takk í dag'. Til hvers að vera að flækja málið?

skrifað 27. mars 2006
Í gær vorum við mamma að spila minni (e. memory). Í fyrsta sinn hafði ég sjálfur raðað öllum spjöldunum og var afar stoltur af sjálfum mér sem von var. Þegar spilið hófst fékk ég strax 5 samstæður í röð og fannst móður minni þetta nokkuð dularfullt.
Mamma: Voðalega ertu komin með margar samstæður Egill Orri - varstu nokkuð að svindla?
Egill Orri: (án allrar samvisku) Já!
**** Kjáni! Hvernig á maður annars að vinna? *****

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

þú ert náttúrulega ómótstæðilegur!! bestur í heimi!

2:32 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home