mánudagur, apríl 14, 2008

Hver? Hvað? Hvor?

Ég fór með mömmu í Mál&Menningu á Laugaveginum um helgina og fékk fótboltamyndir. Þar sem ég sat í aftursætinu á bílnum og skoðaði myndirnar með athygli spurði ég mömmu:

"Mamma! Veistu hver er besti fótboltamaður í heimi í dag?"
"Hver er það ástin mín?"
"Ronaldino"
"Ertu að meina Ronaldinhio?"
"Já"
"Eða Ronaldo?"
"Já"
"Hvorn?"
"Já"

Þá vitiði það ...

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Portugolsku maelandi thjodir hafa takmarkan fjolda karlmanns nafna.....

10:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home