fimmtudagur, apríl 10, 2008

Heimanámið


Í gær var ég að æfa mig í lestri með mömmu og þar sem ég hafði gleymt að skipta um lestrarbók í skólanum lét mamma mig lesa upp úr Kafteini Ofurbrók. Þetta er nú kannski frekar erfið bók fyrir 6 ára en ég staulaðist í gegnum þetta. Eitthvað varð ég samt pirraður á löngum og skringilegum orðunum og þar með var lestur (sem concept) bara alveg glataður.


Mamma: Egill minn, maður verður aldrei góður í neinu nema maður æfi sig.
Egill Orri: Já já ég veit alveg að æfingin skapar meistarann sko!

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Góður! hann er svo súper klár.. alveg eins og mamma sín ;)

11:15 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home