mánudagur, apríl 21, 2008

Fjörugt ímyndunarafl

Matti: Hvenær förum við í Laxakvísl?
Sigrún: Bara núna, við erum á leiðinni þangað
Matti: Þá ætla ég að mála
Sigrún: Kanntu það?
Matti: JÁTS (hneykslaður) - ég var að kríta í leikskólanum í dag. Það var svo mikil sól á Akureyri
Sigrún: En æðislegt, og varstu bara á stuttbuxum ?
Matti: já það var sko níu sinnum heitt, á morgun verður sko 20 sinnum heitt
Sigrún: Er það? Það er nú aldeilis gott, Birna vinkona mín er nefnilega einmitt að fara til Akureyrar um helgina á skíði
Matti: Nei það er ekki hægt að fara á skíði lengur
Sigrún: Nú? Er allur snjórinn farinn?
Matti: Nei, það var snjóflóð.... það dóu margir...
Sigrún: Hvað segirðu, það er hræðilegt
Matti: Já en sumir sluppu, snjóflóðið fór afturábak OG framábak

Hann Matti bróðir minn er stundum með svo yndislega fjörugt ímyndunarafl. Já og svo gerist bara ansi margt á Akureyri sem við vitum ekki :)

2 Comments:

Blogger Helga D. Möller Magnúsdóttir said...

Stundum einum of Fjörugt ímyndunarafl...en æðislegt fyrir það!! Bara minna hann á stundum hvað er satt...hehe.. Gott að heyra að það sé gaman hjá ykkur...VIð söknum hans á Akureyri..
Það er mjög gott færi í fjallinu..

kv. Helga mamma og Hilmar

4:42 e.h.  
Blogger Sigrún said...

Já yndislegt! Svo þegar maður segir við hann:
'Matti minn, ertu alveg viss um að það sé satt?'
þá kemur oftar en ekki stórt bros og svo 'he he nei bara grín'

11:50 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home