Enskukunnátta
Á leiðinni heim frá Akureyri í gær heyrði mamma mig vera að muldra eitthvað við sjálfan mig.
Mamma: "hvað ertu að segja Egill minn"
Egill Orri: "Æji ég er bara aðeins að tala ensku"
Mamma: "kanntu það?"
Egill Orri: "Já (hneykslaður), Joshua kenndi mér hana"
Mamma: "já er það, er hann soldið góður í ensku?"
Egill Orri: "Játs, hann er ótrúlega góður, hann kann meira að segja að segja hundraðogellefu!!!"
Innskot: Hundrað er nefnilega mælikvarði á allt sem er rosalega hratt, fljótt, flott og gott. Enskukunnáttan er greinilega mæld með sömu aðferðum :)
1 Comments:
alltaf gott ad hafa einhvern maelikvarda a hlutina. Hlakka til ad sja thig i nyja husinu Egill minn.
Skrifa ummæli
<< Home