miðvikudagur, desember 07, 2005

Ómöguleg mamma

Stundum þegar mamma mín er að klæða mig úr fyrir baðið þá kemur það fyrir að mér finnist hún taka mig hálfharkalega úr fötunum, sérstaklega á hún það til að draga bolinn/peysuna/nærbolinn of harkalega yfir höfuðið á mér. Svoleiðis var það í kvöld. Mamma var voða leið og sagði fyrirgefðu og tók mig í fangið og spurði hvar ég hefði meitt mig
Egill Orri: Áiiii, mér er voða illt
Mamma: Æi ástin mín, fyrirgefðu. Mamma ætlaði ekki að meiða strákinn sinn. Fyrirgefðu
Egill Orri: Ég heyri þig alveg vera að segja fyrirgefðu og fyrirgefðu, þú ert alltaf að segja fyrirgefðu en svo heldurðu samt alltaf áfram að meiða mig.
Mömmu fannst þetta nú vera farið að líkjast ansi mikið samtali sem við mæðginin áttum fyrr í kvöld þegar Egill var næstum búinn að eyðileggja sjónvarpið. Þá sagði mamma við strákinn fremur ströng "Ég heyri þig alltaf vera að segja fyrirgefðu, það þýðir ekkert að segja bara fyrirgefðu þegar maður er svo alltaf áfram óþekkur "

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home