föstudagur, nóvember 25, 2005

Klipping

ég fór í klippingu í dag, nokkuð sem var löööööngu kominn tími á. Það er skemmst frá því að segja að ég var til fyrirmyndar á hárgreiðslustofunni og sat alveg kjurr allan tímann. Það kann að hljóma sjálfsagt í eyru sumra en það hefur nú bara alls ekki alltaf verið svoleiðis. Til dæmis man móðir mín mjög vel eftir að hafa þurft að fara með mig hálfklipptan og sótillan út af hárgreiðslustofunni í Borgarnesi þegar ég var nú ekki á því að standa í þessu rugli lengur.
En sumsé þá er ég orðinn ennþá sætari en vanalega, ef það er nú einu sinni hægt. Hárgreiðslukonan sprautaði líka svona grænt hjarta með sérstöku hárlitaspreyi á mig eftir á, þetta fannst mér ótrúlega mikið sport og harðneitaði að láta á mig húfuna. Nú í verðlaun fyrir þessa frammistöðu fékk ég svo að fara í Jättekul leikfangabúðina og velja mér einn lítinn bíl og svo fórum við mamma á kaffihús niðrí bæ og höfðum það 'mysigt'.
Ég er orðinn voðalega góður í sænskunni og bæti upp með íslenskum orðum það sem ég man ekki þá stundina á sænsku. Út kemur svo agalega flott íslenska með sænskum hreim. Í strætó á leiðinni heim hlýddi mamma mér yfir orðaforðann.
Núna rétt í þessu þá bað mamma mín mig að sækja fyrir sig snúru inn í herbergi sem hún þurfti að nota í myndavélina. 'nei, ég get það ekki, ég er að horfa á sjónvarpið' var svarið. 'JÚ Egill Orri' sagði mamma 'ég geri oft eitthvað fyrir þig'
'Æi já, ég var búinn að gleyma því' sagði ég þá.
Myndin er af mér að borða uppáhaldið mitt, 'köttbullar' - nýklipptur núna í kvöld

1 Comments:

Blogger Maja pæja said...

ohhoo hvad thu er langflottastur! Maesa skonsa elskar thig litli saenski strakur :)

1:34 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home