miðvikudagur, desember 14, 2005

Lúsíuhátíð

Í gær var Lúsíuhátíðin í leikskólanum mínum. Ég vaknaði mjög öfugsnúinn og ætlaði ekki að fást til að fara í jólasveinabúninginn sem Giljagaur gaf mér í skóinn. Mamma mín beitti miklum fortölum og ég fékkst loks til að taka þetta í sátt. Þegar ég kom á leikskólann hitti ég Mathias besta vin minn sem var piparkökustrákur. Við vorum ofsalega sætir og mamma tók flotta mynd af okkur. Foreldrunum var öllum boðið að koma á sýninguna okkar og svo var 'fika' (kaffi) á eftir. Við vorum alveg ofsalega sæt og fín þegar við gengum syngjandi í salinn.
Ute är mörkt och kalt
Inne i husen
Lyser det över alt
tender dom ljusen
Då kommer någon der
Jag vet nu vem det är
Santa Lusia, Santa Lusia
Svo röðuðum við okkur öll í beina röð og sungum fullt af fleiri lögum. Mér leist nú ekkert á allt þetta fólk sem í þokkabót kæfði okkur í myndavélaflössum og myndbandsupptökuvélum. Mamma mín tók eftir því að ég gleymdi stundum að ég átti að vera að syngja en svo hrökk ég í gírinn og söng smá og svo gleymdi ég mér og svo söng ég aftur. En ég var samt mjög sætur lítill jólasveinn þar sem ég hélt í höndina á Aylee vinkonu minni. Því miður þurfti mamma svo að drífa sig í skólann svo hún missti af Lussebullunum sem við höfðum bakað handa öllum mömmunum og pöbbunum. En Jennie er svo góð að þegar mamma kom að sækja mig þá hafði hún sett nokkra Lussebulla í hólfið mitt handa mömmu minni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home