fimmtudagur, nóvember 20, 2008

Matti bróðir ....

... hringdi í okkur í kvöld. Fyrst talaði ég við hann, svo pabbi og svo mamma.

Matti: Hvað ertu að gera?
Sigrún: Ég er að elda
Matti: Já, pabbi var búinn að segja mér það
Sigrún: En þú, hvað ert þú að gera?
Matti: Ég er í leik
Sigrún: Já er það, en nú er Egill í fríi á morgun í skólanum
Matti: Er það, komið þá til Akureyrar .... plíííííííís
Sigrún: Já það væri gaman, en það er nú svolítið langt í burtu
Matti: En þið takið bara flugvél
Sigrún: En ég þarf að fara til læknis
Matti: Það er læknir á Akureyri
Sigrún: Já er það?
Matti: Já - hann er ofsa góður

Maður lætur nú ekkert kveða sig í kútinn svo auðveldlega.

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Matti greinilega laert fra stora brodur!

9:21 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home