sunnudagur, október 19, 2008

Þegar mamma var lítil

Við mamma höfum verið í góðu yfirlæti á hótelinu hjá ömmu um helgina meðan pabbi og afi skruppu í jeppaferð inn í Jökulheima. Seinnipartinn í gær fórum við yfir í litla húsið hennar ömmu til að horfa á skrípó á cartoon network eða disney stöðinni (amma er sko með svona gervihnattasjónvarp).

Egill Orri: Mamma, fannst þér gaman að horfa á skrípó þegar þú varst lítil?
Mamma: Já já en það var samt ekkert voðalega mikið skrípó til þá. Bara nokkrar teiknimyndir og þær voru yfirleitt ekki á íslensku eins og núna.
Egill Orri: Var Ísland semsagt ekki til þegar þú varst lítil?

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Nu er bara spurningin: verdur Island til i framtidinni....?

8:54 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home