þriðjudagur, október 07, 2008

Sjarmörinn ég

Ég er búinn að vera í viðtölum og prófum hjá sálfræðingi m.a. vegna rannsóknarverkefnis sem ég er að taka þátt í auk þess sem verið er að mæla hvort ég þjáist nokkuð af vott af athyglisbresti.
Nema hvað, sálfræðingurinn hringdi í mömmu í gær og spurðist fyrir um nokkra hluti og hafði þá orð á því við mömmu hvað ég væri hrikalega mikill sjarmör. Hún sagðist hafa fengið bros frá mér sem hefði bara yljað henni niðrí tær.
Iss Piss - eins og mamma mín hafi nú ekki vitað það :)

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Ég vissi það líka ;)

10:04 f.h.  
Blogger Inga Lara said...

kemur mer ekkert a ovart

6:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home