Þjóðfélagsumræðan
Við fjölskyldan fórum á Pizza Hut um daginn. Ég mátti velja hvert við fórum. Foreldrum mínum blöskraði bæði gæði matarins sem og verðið sem var vægast sagt út í hött. 5.500 kr. fyrir pizzu og gos fyrir þrjá.
Nema hvað, móður minni hefur verið tíðrætt um þessa rányrkju og í gær þegar við keyrðum framhjá Pizza Hut varð henni að orði að hún færi nú ekki aftur þangað í bráð.
Egill Orri: "Jú! ég vil fara þangað aftur, þetta var góð pizza"
Mamma: "Nei, hún var vond og hræðilega dýr. 5.500 kr. er mjög mikið fyrir svona ruslmat"
Egill Orri: "Mamma! þú ert bara að segja þetta af því það er kreppa"
Þó maður sé bara 7 ára er maður nú enginn asni.
1 Comments:
Nei, hann Egill er sko engin asni og veit sko hvad er ad gerast i kringum hann. Eg er samt sammala ther, Pizza Hut er meira ruslid
Skrifa ummæli
<< Home