föstudagur, október 31, 2008

Alþjóðlegi bangsadagurinn

Hann var reyndar á mánudaginn en er, vegna vetrarfrísins, haldinn hátíðlegur í Ártúnsskóla í dag. Ég tók hundinn góða með mér og þegar mamma kom niður í morgun var ég búinn að troða honum ofan í töskuna mína, samt þannig að hausinn stóð upp úr.
Mamma tók svo til nestið mitt og kom því töskuna. Ætlaði að því búnu að loka henni almennilega með því að troða bangsa greyinu alveg ofan í töskuna.
Þá leit ég við og sagði hneykslaður "Ertu frá þér kona, hann verður að geta andað!!" og bætti svo við "Já og honum má ekki verða kalt, honum verður kalt ef ég labba í skólann því hann er með hausinn upp úr. Þið pabbi verðið að keyra mig"

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Ja eg vona ad thid hafid keyrt drenginn.... annars er bara haegt ad kaera ykkur fyrir ad misthirma bongsum.... er ekki til eh svoleidis logga?

10:06 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home