mánudagur, apríl 28, 2008

Fjör í sveitinni

Matti bróðir fór í sveitina á sumardaginn fyrsta. Hann fór sko alla leið vestur á Gjögur til ömmu Oddnýjar. Það leiðist honum nú örugglega ekki, hefur sko engan tíma til að tala við okkur sem eftir sitjum heima. Mamma Helga hringdi í hann á föstudaginn og það var nú stutt samtal.

Matti: Mamma! Ertu ekki að verða búin að tala? Þú ert sko eiginlega að trufla mig, ég er að læra að prjóna!

Alltaf líf & fjör í sveitinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home