fimmtudagur, nóvember 09, 2006

að sigla út til Íslands

Mér finnst eiginlega hálffáránlegt að maður geti ekki tekið lest til Íslands já eða bara labbað. Ég held að mamma mín sé eitthvað að bulla þegar hún segir að þetta sé ekki hægt. Amk ranghvolfdi ég í mér augunum í morgun þegar hún var að reyna að útskýra þetta fyrir mér.

En þrátt fyrir að neyðast til að fara í flugvél þá er ég sumsé farinn til Íslands og kem aftur á þriðjudaginn. Þangað til ...

góðar stundir

2 Comments:

Blogger Maja pæja said...

hlakka til að knúsa sænsku kjötbolluna mína ;) (þessi brandari fer nú að verða hallærislegur í augum gelgjunnar??;)

4:28 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elsku Egill Orri,

Ég vildi bara óska þér til hamingju með mömmu þína :)

bkv. af Bifröst, Guðrún Elfa

10:37 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home