föstudagur, nóvember 03, 2006

Sorry og svekktur

Ég á það til að vera mjög óþolinmóður, sérstaklega þegar eitthvað sem ég er að reyna að gera vill ekki láta að stjórn (HVAÐAN skyldi ég hafa þetta?). Í kvöld var ég í tölvunni og mamma mín að læra frammi í stofu. Skyndilega heyrist hróp og grátur og ég kom fram ofboðslega sár og sorry. "Mamma! ég reyni og reyni en tölvan leyfir mér ALDREI að vinna neinn leik" Mamma mín reyndi að útskýra að maður verður stundum að æfa sig mjög lengi til að vera góður í tölvuleikjum. Ég hélt nú að ég hefði þegar gert það en þar sem ég væri ekki búinn að fá að fara í tölvuna í heila tvo daga þá væri ég "aftur orðinn lélegastur og Leó orðinn bestur". Já ég lét hana mömmu mína nú bara heyra það. Hún vildi nefnilega ekki hjálpa mér og "allir vita jú að þegar maður á 5 ára gamalt barn á maður alltaf að hjálpa stráknum sínum ... eða stelpunni sinni".

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home