sunnudagur, nóvember 05, 2006

Pælingar

Í gær var mamma mín að setja myndir í albúm. Þetta voru mestmegnis myndir frá sumrinu okkar á Íslandi og meðal annarra myndir frá ættarmótinu sem við fórum á fyrir norðan í júlí. Þar sá ég mynd af leiðinu hans Jóns Emils langafa míns. "Hvað er þetta?" spurði ég þegar myndin var komin á sinn stað í albúminu. "Þetta er mynd af því þar sem hann langalangafi þinn er jarðaður" svaraði mamma. "Já" sagði ég leiður "nú hann er dáinn". Eftir smá hugleiðingu bætti ég svo við leiður á svip "ég sakna hans". [já já einmitt, hann dó sko 1947]

**********
Í gær svaf Leó vinur hérna hjá mér og það var mikið brall á okkur félögunum. Þegar kom að því að sækja dýnuna niður í kjallara vildi ég ólmur koma með. "Nei nei" sagði mamma "þú bíður bara hérna hjá Katrínu og Leó á meðan. Það er svo dimmt og kalt úti". "oooooh en mamma" sagði ég svekktur "en mig langar svo að fara út í myrkrið eins og Batman"

2 Comments:

Blogger Inga Lara said...

myrkrid og kuldann... thu faerd nu bradum nog af thvi heima a Islandi

7:46 e.h.  
Blogger Maja pæja said...

Pulli Batman sætilíus Jósafatsson

8:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home