miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Sannfæring

Ég er frekar sannfærður um eigið ágæti. Þetta er að sjálfsögðu gott, betra en að vera alltaf í hnút með sjálfan sig. Þetta kemur samt fram í frekar fyndnum staðhæfingum öðru hvoru. Til dæmis í gær þegar ég fékk sendan pakka af einhverju dótinu sem mamma mín hafði þakkað já við í símann. Þegar pakkinn var kominn, hafði verið klipptur upp og ég virti fyrir mér dýrðina þá spurði ég "hvaðan kom þessi pakki?"
"ég keypti þetta fyrir þig" svaraði mamma þá
"Af hverju? af því ég er besti strákurinn þinn og geri alltaf allt sem þú biður mig um?" þetta var að mínu mati fremur augljós staðreynd.
eeeehhh riiiiiiiight!

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

hmmmm, silence is best here..... get bara ekki alveg verid sammala drengnum herna

6:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home