laugardagur, október 14, 2006

Einföld lausn

Í dag fórum við mamma á Stadsbiblioteket niðrí bæ. Þar sátum við góða stund og höfðum það mysigt, lásum fullt af bókum, fengum nokkrar lánaðar og spilum og drifum okkur svo að kaupa hið langþráða laugardagsnammi. Fyrir utan bókasafnið stóð ung stúlka sem safnaði peningum fyrir fátæk og sveltandi börn í þriðja heiminum. Mamma gaf mér peninga til að setja í baukinn hjá henni og svo héldum við áfram leiðinni. Þegar við vorum komin aðeins áleiðis sagði ég "Mamma, af hverju var hún að safna peningum í svona bauk?" "af því að hún er að safna þeim fyrir fátæk börn sem eiga engan mat og engan pabba og enga mömmu"
Ég melti þetta í örfáar sekúndur og sagði svo "JÁ! svo þau geti keypt sér pabba og mömmu"

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

ef lifid vaeri svona einfalt.....

10:51 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home