sunnudagur, ágúst 06, 2006

Det var så länge sen

Nú finnst mömmu minni bara heil eilífð síðan hún sá mig síðast og samt var ég nú hérna hjá henni seinast á föstudagskvöldið. Meira hvað hún er orðin rugluð kerlingin. Pabbi fór sko með mig og Matta í kotið til ömmu og afa í nýja flotta hjólhýsið. Algjört slot og eitthvað grunar mömmu nú að hafi verið dekrað við okkur þar. Auðvitað var samt grenjandi rigning svo að við máttum leika í pollagöllunum en það hefur nú eflaust ekki komið að sök. Í gærkvöldi hringdi ég svo í mömmuna mína til að segja henni "mamma! ég elska þig mjög mjög mikið - ekki gleyma því... ha!"
Nei hún mamma gleymir því nú ekki sko - lítil hætta á því.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home