mánudagur, júlí 24, 2006

Greiði á móti greiða

Í gærnótt gisti ég í Borgarnesi hjá ömmu Unni í fyrsta sinn í marga marga daga. Mamma svaf í gamla rúminu sínu en ég fékk að kúra hjá ömmu Unni. Það finnst mér nú gott og notalegt. Í morgun þegar amma var farin í vinnuna skreið ég upp í til mömmu minnar og vildi ólmur vekja hana. Mig langaði nefnilega svo á Shell. Ég þurfti svo mikið að vinna hjá honum afa mínum sjáiði til. Það voru margir margir Svalar komnir sem setja þurfti í hillur. Mamma mín, vitandi að ég myndi innbyrða ógrynnin öll af sælgæti og sykruðum djús ef ég fengi að fara, sagði nei því miður, ég gæti ekki fengið að fara á Shell í dag. Ég dó nú ekki ráðalaus og sagði að bragði "en ef ég kyssi þig níuhundruð kossa og segi þér eina músasögu?"

Kaup kaups eða hvað?

2 Comments:

Blogger Inga Lara said...

elsku Egill, eg vildi oska ad thu gaetir gefid mer 900 kossa og eina musasogu. sendi ther stort knus

6:24 f.h.  
Blogger Inga Lara said...

nu thekki eg thessa musa sogu... las hana a leidinni fra Akureyri i Borgarnes..... instantaneous thyding ur Ensku a Islensku..... uff

9:08 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home