fimmtudagur, júlí 27, 2006

Eins og blóm í eggi

Mömmu minni hefur alltaf fundist þetta hálf-fyndinn frasi en þetta á svo sannarlega við um mig litla mig þessa dagana. Í gær var ég hjá ömmu í Hamravík meðan að mamma mín var að vinna uppi á hóteli. Þegar ég var ekki sofnaður kl. 22:30 hringdi ég í mömmuna mína að vita hvenær hún ætlaði eiginlega að koma heim. Hún hélt hún kæmi fljótlega og spurði mig hvort hún ætti að koma með eitthvað handa stráknum sínum þegar hún kæmi. "Frostpinna" var svarið sem hún fékk en eitthvað dróst nú að hún kæmi og ég var steinsofnaður í afa míns bóli þegar hún loks lét sjá sig. Mamma setti ísinn í frystinn og var stunginn af í vinnuna þegar ég vaknaði í morgun. Á sómasamlegum tíma (lesist 09:58) hringdi mamma svo í strákinn að heyra hvernig hann hefði það og ég tilkynnti henni að ég væri að bíða eftir afa til að koma og sækja fellihýsið sem taka skyldi með í ferðalagið. Mamma mín sagðist myndu skila því til afa að litli strákurinn hans vildi fara með í það ævintýri en ákvað jafnframt að vera soldið góð við strákinn:
Mamma: Egill Orri! það er frostpinni í frystinum hjá ömmu sem þú mátt fá
Egill Orri: Var hann gulur?
Mamma: Já ástin mín, gulur með súkkulaði
Egill Orri: Ég er búinn að borða hann. [smá þögn] Komstu ekki með neitt meira?
Já maður er góðu vanur, það er víst óhætt að segja.

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

dekur dyrid.... og thad var ekki einu sinni laugardagur / nammi dagur!! og hann fekk is i gaer i bilnum hja ommu og Ingu

4:51 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home