sunnudagur, júlí 23, 2006

The hereafter

Á föstudaginn fór ég með ömmu Gróu og afa Villa austur fyrir fjall, nánar tiltekið í Ölfusið eða hjólhýsaland eins og við bræðurnir köllum það gjarna. Þar finnst mér jafnan gaman að koma og vera að vesenast við að hjálpa afa við hin ýmsu verk og fá svo eitthvað gott með 'kaffinu' hjá ömmu. Á föstudaginn fékk ég að fara með afa út í Kotstrandakirkjugarð og hjálpa honum að mála leiðið hennar langömmu minnar sem þar hvílir. Ég tók ansi rösklega til hendinni ef dæma má af fötunum sem ég var í sem eru ansi vel slett málningu. Eins og venjulega hafði ég margar spurningar um lífið og tilveruna. Meðal annars var rætt um hvað gerist þegar maður deyr og svoleiðis. Mér fannst gaman að hjálpa afa að gera leiðið hennar langömmu huggulegt, svo gaman raunar að þegar við komum heim í hjólhýsi var það fyrsta sem ég sagði við ömmu Gróu "Amma! Þegar þú ert dauð ætla ég að hjálpa afa að mála leiðið þitt"
Amma gat nú ekki annað en hlegið að stráknum sínum - hún amma mín veit líka alvega að þrátt fyir heldur beinskeitt orðalag þá gekk mér gott eitt til með þessu boði.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home