miðvikudagur, júlí 12, 2006

Vinnuglaður

Það er sko nóg að gera hjá mér og okkur bræðrum þessa dagana. Á mánudaginn vorum við heldur en ekki komnir í feitt þegar við hittum nokkra vinnuskólakrakka fyrir aftan bakgarðinn hjá pabba labba. Við fengum lánaðar hrífur og sýndum góða takta í grasrakstri, pabbi okkar var farinn að huga að því að setjast bara í helgan stein og láta okkur sjá fyrir sér. Áhuginn entist alveg fram eftir kvöldi og reglulega komum við inn og létum vita að við værum að fara í 'vinnuna okkar'.
Í gær, þriðjudag, fórum við svo með pabba á Mývatn þar sem Elvar Goði vinur okkar á heima. Þar verður nú eitthvað sprellað ef mamma þekkir okkur rétt. Á leiðinni komum við við á hótelinu hans afa, þar sem mamma mín var að vinna, og fengum smá bita. Lögðum okkur svo alla fram við að leggja hótelið í rúst. Tókst alls ekki svo illa upp. Húsgögnin voru á víð og dreif (og öll út í kökumylsnu), skór og annar óþarfafatnaður lágu eins og hráviði og við hlupum um veitingasalinn eins og galnir menn. ÚFF það var ekki laust við að hún móðir mín væri hálffeginn þegar við fórum - hún hefði litla orku í að tjónka við svona gríslinga þessa dagana.

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

kannski ekki svo slaemt ad vera bara med 1x svona peyja flesta daga frekar en 2x..... Ekki hefdi eg orku i thetta heldur! serstaklega ekki thessa dagana

8:55 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home