föstudagur, júlí 21, 2006

Lögbrjótur?

Á miðvikudaginn var ég (auminginn) látinn þvælast með móður minni um allann bæ og þótti það nú ekkert sérstaklega skemmtilegt. Hvað heldurðu að maður nenni eitthvað að vera að vesenast á einhver kaffihús og í heimsóknir til fólks sem ég man varla eftir. Jæja nema hvað þar sem við erum að keyra upp Hverfisgötuna og beygja inn á Snorrabrautina þá heyrist úr aftursætinu "Mamma, það borgar sig nú ekki að keyra hratt hérna framhjá löggustöðinni. En síðan, á eftir þegar við erum komin lengst í burtu, þá geturðu keyrt hratt". Mamma mín vissi eiginlega ekki hvernig hún átti að taka þessu kommenti mínu. Það staðfestir hins vegar óneitanlega það ég hef lengi haldið fram að það er ekki glæpur ef það kemst ekki upp. Enda segi ég iðulega þegar ég geri eitthvað af mér þegar móðir mín sér ekki til "En mamma! Þú sást þetta ekki"

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

eg er alveg sammala ther Egill minn.

4:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home