föstudagur, ágúst 04, 2006

Bræðralag

Í dag er Matti bróðir minn búinn að vera í heimsókn hérna í Borgarnesi og það er búið að vera mikið stuð á okkur bræðrunum. Við erum mestmegnis búnir að vera hérna uppi á hóteli og hamast hér og leika okkur. Byggja tjald úr barstólunum og 'þrífa' heitu pottana og svona. Svo erum við soldið skotnir í henni Sofie sem vinnur hérna hjá afa Hirti. Dáldið svona að sjarmera hana líka. Við erum samt mjög fyndnir með það að við erum algjörir klögustrákar. Ef eitthvað gerist eða fer úrskeiðis þá er það eins og forritað í okkur sjálfkrafa að kenna hinum um "Matti gerði það" eða "Egill gerði það" eða "Egill/Matti segir að hann ætli að gera þetta/hitt" og svo framvegis. Sennilega er þetta þó eitthvað sem fylgir bara þessum aldri og vex vonandi af okkur :)

1 Comments:

Blogger Maja pæja said...

Eruði ennþá í kisuleiknum?? og hver fær að vera kisinn og hver er maðurinn?? (heheh get ekki hætt að hlægja að þessum kattarleik)

3:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home