Þjófnaður
Það var sorgmæddur lítill skrákur sem labbaði á leikskólann í morgun. Ástæðan? Jú hjólinu mínu hafði verið stolið um nóttina þar sem það stóð ólæst fyrir utan húsið okkar. Mamma hélt fyrst að ég hefði skilið það eftir einhvers staðar á fimmunni í gærkvöldi þegar við Leó vorum úti að leika en þrátt fyrir mikla leit fannst það ekki. Æ æ æ æ og mér sem finnst svo gaman að hjóla.
******
EN
******
Um hádegið hringdi dyrabjallan hjá mömmu þar sem hún var að læra og hver stóð fyrir utan nema ég með Jenny fóstrunni minni og fullt af vinum mínum af leikskólanum. Við höfðum fundið hjólið í gönguferðinni okkar. Einhver hafði tekið það og greinilega hjólað á því því hjálpardekkin voru öll skökk og skæld og svo hent því lengst inn í runna þar sem það lá þegar við fundum það.
*****
JIBBÍ - það var því soldið stoltur strákur sem kom heim úr leikskólanum í dag og skellti sér í hjólatúr um hverfið. Núna ætla ég líka alltaf að muna eftir að læsa hjólinu mínu. ALLTAF
1 Comments:
æ en frábært að hjólið fannst, þú verður nú að muna eftir að læsa því kjullinn minn
Skrifa ummæli
<< Home