Sullupési
Ég hef yndi af alls kyns sulli og sóðaskap. (móður minni skilst nú að hún hafi verið eins og geti því ekki kvartað). Í gær uppgötvaði ég til dæmis að ef maður "festir" afturdekkið á hjólinu sínu í polli og heldur svo áfram að snúa pedulunum þá frussast vatnið alveg í fallegri bunu aftan frá manni og alla leið upp á bak. Þetta fannst mér nú ekki lítið sniðugt og þrátt fyrir varnaðarorð móður minnar gerði ég þetta aftur þegar hún sá ekki til og kom svo heim rennnnnandi blautur á bakinu en þrætandi fyrir gjörðir mínar.
Í dag fór ég svo í vikulega skógarferð með Nicke Nyfiken, deildinni minni á leikskólanum, og þar sem ég labbaði með henni Caizu og Tasnuvu komum við fram að stórum polli þar sem ég gerði mér lítið fyrir og stakk mér til sunds takk fyrir - ekkert minna.
Æi það er stundum svo gaman að vera 5 ára
1 Comments:
Fimm ára strákar eiga að stússast svona eins og þú Egill. Haltu því bara áfram...
Ása Björk
Skrifa ummæli
<< Home