Köttur nágrannans
Litlir strákar gera oft skrítna hluti. Köttur nágrannans hefur soldið fengið að kenna á því síðustu daga. Þegar Katrín, mamma hans Leós, kom að okkur Leó um daginn vorum við að reyna að troða kettinum ofan í dótakassann minn og loka svo fyrir. Hún benti okkur á að kettinum fyndist sennilega hvorki gott né gaman að láta hnoðast með sig ofan í dótakassa en við vorum nú ekkert endilega sannfærðir um það en slepptum honum samt vesalingnum. Í gær greip mamma mig svo við að reyna að loka kattargreyið undir lokinu af grilli eins nágrannans.
Það sem litlum strákum dettur í hug !
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home