sunnudagur, febrúar 26, 2006

Reglur eru reglur

Í morgun kom ég inn til mömmu minnar þar sem hún svaf á dýnu á gólfinu í mínu herbergi og vakti hana til að láta hana kveikja á Scooby-Doo fyrir mig. Hún var frekar þreytt en kom samt á fætur. Ég er vanur að gefa henni morgunkoss á hverjum morgni en þegar hún spurði í morgun um morgunknúsið sitt þá sagði ég:
"Mamma! Það er ekkert knús á laugardögum" (þó það væri nú sunnudagur)
Mamma: Nú?! Af hverju ekki?
Egill Orri: Svona eru bara knúsreglurnar!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home