mánudagur, febrúar 20, 2006

Morgunhjal

Ég hugsa voðalega mikið á morgnana og hef mikla þörf fyrir að deila þeim hugsunum með móður minni. Einkum og sér í lagi ef hún er að reyna að sofa - líkt og hún var í morgun. Í dag snérust þessar hugsanir mínar um afmælisboð til hennar Auðar vinkonu minnar, sem mér hafði borist á laugardaginn. Afmælið er á fimmtudaginn kemur og þemað er náttfatapartý. Það eiga semsagt allir að mæta í uppáhaldsnáttfötunum sínum. Þetta fannst mér stórsniðugt og tilkynnti mömmu að hún YRÐI að vera búin að þvo Batman náttfötin mín fyrir fimmtudaginn svo ég gæti örugglega verið ofurhetja. Ég spáði því að Leó yrði í Spiderman náttfötunum sínum - EF hann væri búinn að þvo þau. Þetta er þó, eins og ég orðaði það sjálfur - alls ekki ljóst.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Sæll Egill Orri
Voða verður þu flottur í afmælisboðinu, það er ljóst.
Amam er alltaf að segja fólki sögur af uppátækum þínum og tilsvörum.
Þú ert yndislegur :)
Hjörtur Snær var hjá ömmur og afa um helgina , hann er líka voða flottur. Má hann eiga gamla borðið þitt? Amma Unnur

10:56 e.h.  
Blogger Sigrún said...

Hæ amma góða mín,

Já Hjörtur Snær má sko alveg eiga það - hann er frændi minn sko.

sakna þín amma og hlakka voðalega mikið til að fá þig og afa í heimsókn í vor.

2:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home