Amma kemur
Hún amma Gróa mín yndislega kemur í heimsókn í dag. Við mamma ætlum að fara með lestinni til Kastrup að sækja hana og ég fæ svo að sýna henni nýja McDonald's á leiðinni heim. Er hægt að láta lífið leika meira við sig, ég bara spyr?
Í gær var ég í náttfataafmælinu hjá Auði vinkonu minni. Það var voðalega skemmtilegt og ég talaði um það alla leiðina frá leikskólanum í afmælið að ég vildi líka hafa svoleiðis þema í mínu afmæli í sumar. Mamma sagði að það væri ekki hægt því við ætluðum að hafa það í bíóinu og fólk gæti ekki komið í náttfötum í bíó.
Ég sá nú enga sérstaka vankanta á því!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home