Peysuvesen
Ég er ofsalega lítið fyrir peysur og fæst helst aldrei til að vera í þeim í lengri tíma - EF mamma mín þá yfirhöfuð kemur mér í svoleiðis flík. Í morgun var ég hreint ekki á því að hylja flotta Batman bolinn minn með einhverri "peysudruslu" eins og ég kallaði hana og var engu tauti við mig komið.
Mamma: Egill Orri minn, þú verður að fara í peysu
Egill Orri: En ég vil ekki fara í peysu
Mamma: jú ástin mín, það er svo kalt. Brrrr finnurðu ekki hvað það er kalt?
Egill Orri: Ef þér er svona kalt af hverju ferð þú þá ekki bara í peysu?
Sannast hér hið fornkveðna - peysur eru flíkur sem mæður klæða syni sína í þegar þeim sjálfum er kalt!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home