sunnudagur, febrúar 19, 2006

Helgin

Uss uss uss þetta er nú engin frammistaða hjá móður minni, ekkert búin að segja af mér síðan á föstudaginn. Helgin er nú búin að vera með rólegra en skemmtilegu móti. Leó vinur minn var mikið með mér og það þykir mér nú ekki leiðinlegt. Við fórum í kirkjuskólann í gær og fengum svo að fara með mömmu á videoleiguna og velja okkur hvorn sinn diskinn að horfa á og að sjálfsögðu kaupa lördagsgodis.
Annars er ég mjög upptekinn af Latabæ og Íþróttaálfinum og öllu sem honum tengist þessa dagana. Held mömmu við efnið og passa að hún fari inn á orkuátakssíðuna á hverjum degi og hjálpi mér að fylla út orkubókina mína. Ég er þess vegna afar duglegur að drekka vatn og fara snemma að sofa. Vil ekki fyrir nokkra muni missa af 'límmiða'. Lét mömmu lesa upphátt fyrir mig allann textann á síðunni. Almennan fróðleik um kosti holls mataræðis og hreyfingar. Sem var í sjálfu sér auðvitað mjög nytsamlegt fyrir okkur bæði. En einhverra hluta vegna greip ég á lofti textann þar sem fjallað var um teygjur og hef síðan verið duglegur að biðja mömmu mína að kenna mér að gera þær. Annars er búin að vera mjög mikil fyrirferð á mér síðustu viku eða svo. Hamast í sófanum okkar, príla upp á bakið á honum og læt mig detta niður í hann, hleyp eins og vitleysingur um alla stofu og klifra mjög gjarna upp á eldhúsborðið (inni í eldhúsi sumsé) og laumast í skápana í leit að einhverju æti. Ef ég er beðinn að hætta er ég fljótur að benda mömmu á að ég sé að gera æfingarnar mínar!

2 Comments:

Blogger Inga Lara said...

ertu ekki i ithrottaskolanum Egill minn? tharft greinilega ad fa utras thar

8:22 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Veistu Egill, ég er komin með lítinn kettling og lýsingarnar á því þegar þú ert að "gera æfingarnar þínar" eru eins og þegar kisa hleypur kolvitlaus um allt hús og er frekar fyndinn...
Bið að heilsa mömmu þinni.
Ása Björk

9:07 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home