föstudagur, febrúar 17, 2006

Næturgestur

Leó vinur minn fékk aftur að koma með mér heim eftir leikskóla í dag. Þvílík heppni! Í dag fékk hann meira að segja að gista hjá mér því pabbi hans þarf að fara svo snemma að keppa í fyrramálið. Við vorum ofsalega duglegir að leika okkur, borðuðum pizzu sem mamma bjó til handa okkur, fórum í bað og lékum okkur svo meira. Eitthvað fannst mömmu við vera latir til að komast í ró og fara að sofa og brá á það ráð að lofa verðlaunum þeim sem myndi sofna á undan.
5 mínútum seinna heyrðist innan úr herbergi:
Egill Orri: Mamma, ég sofnaði á undan Leó
Mamma: Nei, þú ert ekki sofnaður
[ smá þögn ]
Egill Orri:

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hahhahahahahahaha :D

Ásdís benti mér á þið hélduð úti þessa bráðskemmtilegu síðu og varð ég bara að kanna hana. Hin besta skemmtun alveg!

Bestu kveðjur
Bryndís Ýr

11:03 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home