miðvikudagur, febrúar 15, 2006

að segja fréttir

Áðan fékk ég skemmtilegt símtal frá Íslandi. Þá hringdi amma Gróa mín sem er rétt-bráðum- eftir- bara- örfáa- daga að koma að heimsækja mig. Hjá henni voru staddir Halli og Mummi frændur mínir OG pabbi minn OG Matti bróðir minn að ógleymdum Villa afa mínum. Afi Villi var síðastur til að tala við mig ....
Egill Orri: Afi Villi! Á morgun ætla ég að sækja Leó á leikskólann af því að mamma hans ætlar að vera á London með gömlum kellingum, það er ekkert fyrir litla stráka!
Núna er ég í baði og langar að komast upp úr. Þá kalla ég alltaf -ég er búúúúuuuin- og vil þá láta koma og þurrka mér. Nema hvað í dag heyrist
i mér - ég er búúúúuin kúkalabbi - og við það varð mamma mín nú ekki ánægð og skammaði mig og sagðist ekki vilja heyra svona tal.
Eftir smá umhugsun kom þá - ég er búúúúúúin sæta - þegar mamma, sem var niðursokkinn í bloggið mitt, svaraði ekki strax þá sagði ég 'Nej män snälla sæta'

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home