fimmtudagur, febrúar 23, 2006

The birds and the bees

Vinkonur mínar, þær Auður og Vigdís, voru færðar í (næstum því hér um bil) allan sannleikann um það hvernig börnin verða til í leikskólanum um daginn. Kennarinn hafði fyrir mistök tekið þessa bók og lesið hana fyrir krakkana í lestrarstundinni og nú eru þær sumsé eins og veraldarvanar konur ansi fróðar um þessi mál. Þegar þær svo áttuðu sig á því að foreldrar þeirra hefðu væntanlega gert 'þetta' þegar þær urðu til leist þeim nú eiginlega ekkert á það. Fannst þó öruggara að spyrja mömmu sína hvort hún væri til í að 'gera þetta einu sinni enn' til að þær gætu eignast lítið systkini.
Ég veit alveg að Guð setur börnin í magann á mömmunum og er pollsáttur við þá útgáfu hlutanna. Sem er nú aldeilis ágætt í bili finnst mömmu minni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home