mánudagur, febrúar 27, 2006

Pabbastrákur


Ég sakna pabba míns. Þegar mamma mín kom heim í dag frá því að skila bílaleigubílnum var ég að jafna mig á kasti sem ég hafði tekið yfir því að hafa ekki séð hann svona lengi.
Þegar ég verð 'stór' ætla ég nefnilega í skóla á Íslandi og búa hjá pabba mínum meðan mamma mín fer aðeins til Asíu. Öllu þessu deildi ég með ömmu Gróu í dag. Ég er nú ekkert vitlaus, ég tek eftir því sem sagt er og rætt.
Mamma mín vonar nú samt að ég eigi eftir að sakna hennar líka smá þegar hún verður langt í burtu í Kína. Erum við ekki sæt?

3 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Thid erud flottust og eg hlakka svo til ad koma i heimsokn til ykkar.

8:51 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Já,þú er klár - Egill Orri vinur minn :) og mamma segir að mamma þín líti mjög vel út - greinilegt að Svíaríki fari vel með ykkur :)

knús úr sveitasælunni ... Guðrún Elfa

6:26 e.h.  
Blogger Maja pæja said...

vá gegt sæt já já :)

1:16 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home