miðvikudagur, apríl 02, 2008

Geðvonska

Þegar ég er þreyttur, mjög þreyttur, þá verð ég úrillur, mjög úrillur. Þá hef ég beinlínis allt á hornum mér. Yfirleitt skeyti ég þá skapi mínu á móður minni (nú eða föður) sem þá gjarnan eru sökuð um allt sem úrskeiðis hefur farið í mínu stutta lífi. Þá tek ég líka einstaklega illa undir allt sem upp á er stungið.
Fyrir helgina lá ég uppi í rúmi og fékk undanþágu frá yfirvaldinu til að horfa á Latabæ fyrir svefninn (sem annars er venjulega bannað). Þegar mamma kíkti á mig um kl. 22 var ég sofnaður svo hún slökkti á sjónvarpinu mínu. Við það hrökk ég upp og sagðist ekki vera sofnaður og skipaði mömmu að kveikja strax aftur myndinni
Mamma: Nei Egill minn, nú er bara klukkan orðin svo margt og þú átt að fara að sofa
Egill Orri: Nei ég er ekkert þreyttur, ég VIL horfa á myndina
Mamma: Nei ástin mín, þú þarft að hvíla þig, það er skóli á morgun og svo förum við norður
Egill Orri: Ég ætla ekki í skólann, hann er asnalegur
Mamma: Nei nei þú veist þér finnst gaman í skólanum
Egill Orri: Nei mér finnst hann ógeð og ég vil ekki fara til Akureyrar
Mamma: Jæja ástin mín, við skulum bara ræða þetta þegar þú ert í betra skapi
Egill Orri: Nei ég ætla að vera í vondu skapi þar til ég verð gamall maður
Spennandi framtíðarsýn það

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

mikid er eg fegin ad thurfa ekki ad bua med svoleidis surpumpa!

8:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home