þriðjudagur, janúar 29, 2008

Bloggleti

Voðalega er mamma mín búin að vera döpur að halda úti þessari síðu upp á síðkastið. Ekki er það vegna þess að ég hafi ekki haft nóg fyrir stafni - meira bara það að mamma er löt. Eins og fyrirsögnin segir til um.

En við bræðurnir erum búnir að finna okkur upp vafasaman leik sem heitir því skemmtilega nafni 'að sparka í pung'. Mamma var nú ekki sérlega upprifin yfir þessum leik og þótti öruggast að reyna að fá okkur ofan af þessu.

Mamma: "Strákar þessi leikur er ekki sniðugur, maður getur meitt sig mikið'
Egill Orri: "Hvað getur gerst?"
Mamma: "Pungurinn getur bara sprungið og það er mjög vont" (aðeins einfaldað orðalag fyrir okkur bræður)
Egill Orri: "Og hvað gerist þá?"
Mamma: "Þá þarf að fara til læknis og jafnvel leggjast inn á spítala"
Egill Orri: .... löng umhugsunarþögn "En rassinn? Getur hann sprungið?"
Mamma: "Nei nei"
Egill Orri: "MATTI!! förum í 'sparka í rass' "

3 Comments:

Blogger Inga Lara said...

oh the joy of little boys...

11:00 f.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

ómæ....hhahahah þeir eru algjört met!

9:55 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

hahaha þetta fannst mér sko mjög fyndið... börn eru yndisleg það er á hreinu. Kv Fjóla H.

12:08 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home