mánudagur, janúar 07, 2008

"Simmep"

Á laugardaginn var ég með mömmu minni í Hagkaup (-kaupum?) í Skeifunni. Þetta var akkúrat um hádegisbilið og því fékkst samþykki mömmu fyrir pylsu eftir innkaupin. Pabbi fór svo með mig á Bæjarins Bestu þarna inni í búðinni og verslaði pylsurnar.
Pabbi: Egill, viltu sinnep á pylsuna þína?
Egill Orri: Já
Pabbi rétti mér pylsuna ....
Egill Orri: "ERTU KLIKKAÐUR, ég vil ekkert svona" sagði ég og benti á sinnepið
Pabbi: Þú VARST að segja að þú vildir sinnep
Egill Orri: (alveg jafn hneykslaður) "Ég er bara sex ára!! - ég VEIT EKKERT hvað þetta heitir. Ég meinti HINA sósuna (remúlaði)"
- já mér var svo sannarlega gróflega misboðið við þessa tilraun til að pína í mig sinnepi -

2 Comments:

Blogger Inga Lara said...

Egill minn, allir storir og sterkir strakar borda Simmep.... puts hairs on your chest.... amk ef thad er ekta English Mustard... tarast hreinlega vid ad borda thad!

7:02 e.h.  
Blogger Inga Lara said...

haha, eg var gestur numer 11,111
faerir thad mer eh gaefu?

7:03 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home