Gleðilegt ár
Á þessu ári verð ég 7 ára! Þetta finnst mömmu minni í senn mjög skrítið og pínkulítið ógnvekjandi. Henni finnst ég nefnilega bara alltaf vera litli strákurinn hennar, þetta þrátt fyrir að hún geti með herkjum loftað mér og hafi litla sem enga stjórn á mér. (að henni finnst).
En ég óska öllum sem þetta lesa gæfu og hamingju á nýja árinu. Ég held þetta verði mjög skemmtilegt ár. :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home