mánudagur, febrúar 11, 2008

Símavændi.......

Þegar mér finnst mamma og pabbi vera leiðinleg við mig - sem gerist nánast daglega - þá laumast ég með símann inn í herbergi og hringi í hann afa minn. Hann afa Villa. Hann er alltaf til í að hlusta á barlóm í litlum drengjum og oftar en ekki gefur hann grænt ljós á að ég fái að koma í heimsókn. Eins og til dæmis í kvöld.
Ó ég átti svo bágt. Ógeðslega leiðinlegt að vera svona 'einn heima' (að hafa báða foreldra mína hjá mér telst nú ekki með ónei). Þá heyrði mamma snöktið í mér innan úr herbergi þar sem ég hafði vafið mig inn í sængina mína og grenjaði í afa mínum í símann um að mega koma til hans.
Það verður seint á mig logið að ég sé ekki sjálfbjarga.

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

He he.. ég sakna þín litla kjötbolla :)

12:56 e.h.  
Blogger Inga Lara said...

thad ad vera sjalfsbjarga er mjog mikilvaegt og eg er svo fegin ad heyra ad thu hefur thetta gen fra okkar hlid fjolskyldunnar.... knus ur solinni fra Ingu fraenku og Arna fraenda

4:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home