Ryksugan á fullu...
Í morgun voru okkur bræðrunum settir afarkostir tveir
1. hjálpa til við tiltektina
2. fara út að leika okkur
Marteinn var fljótur að velja sér seinni kostinn en ég þóttist vilja hjálpa til við þrifin. Mamma sagði mér að ég mætti ryksuga herbergið okkar. Ég gekk vasklega til verks og tók samviskusamlega upp alla legokubba og smádót sem á vegi mínum varð skv. tilmælum frá móður minni.
Eftir augnablik kom ég fram í eldhús með þær upplýsingar að 'ryksjúgan' hefði næstum því étið stóran appelsínubörk.
Áfram héldu stórræðin. Næst kom ég fram og var mikið niðri fyrir. "Mamma, ég var að ná einum sokk úr ryksjúgunni og hún var bara næstum búin að éta á mér hendina!!".
.... (hristi hausinn og dró djúpt andann) "Þetta geri ég aldrei aftur".
Já greinilegt að ófétis ryksjúgan varð mér næstum að bana :)
2 Comments:
eg skil thad vel ad thu viljir ekki taka thatt i thessum leik aftur. Storhaettulegt fyrirbaeri thessi ryksjuga.
hlakka til ad knusa thig a Jolunum
Skil þig vel matti minn að taka fyrri kostinn...Þá ertu bara ekki fyrir ... hehe þið bræðurnir eru alltaf flottir...
Skrifa ummæli
<< Home