þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Hvað vilja börn?

Svarið er einfalt: Það sem þau geta ekki fengið.

Þegar mamma mín er heima þá vil ég helst ekki sjá hana - grenja bara stöðugt um að fá að fara til afa&ömmu og finnst foreldrar mínir vægast sagt óspennandi lið. En í gær þegar mamma hringdi í mig frá Finnlandi og ég spurði þessarar venjulegu spurningar 'Hvar ert þú' þá varð ég voðalega sár. Mamma beinlínis heyrði mig skrúfa á mig aumingjasvipinn og axlirnar síga á þennan gamalkunna hátt áður en ég sagði 'Æi mamma, þú ert alltaf út í löndum, vilt aldrei vera hjá mér'. Þó mamma mín viti alveg að ég er að feika þetta og mjólka fjarveruna 'for all it's worth' þá stakk þetta nú í hjartað á henni. Það verður að segjast eins og er.

Annars höfðum við feðgarnir höfðum það nú aldeilis kósí í gærkvöldi. Lærðum og lásum og dunduðum okkur saman. Svo fékk ég að sofa í mömmu rúmi (svo pabbi væri nú ekki einn). Ég bætti um betur því ég skreið ofan í náttbuxurnar hennar mömmu minnar og neitaði að fara úr þeim. :)
Það er ekki alslæmt að mamma fari stundum til útlanda....

1 Comments:

Blogger Inga Lara said...

thetta er vodalega erfitt lif hja thessu barni..... hann mun semsagt sakna ykkar rosalega (ekki) a medan thid erud a skidum!

12:39 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home