mánudagur, janúar 01, 2007

Rakettuóður

Það var erfitt að sjá hvort ég var æstari í gær eða á aðfangadagskvöld. Við bræðurnir áttum nú frekar erfitt með að hemja okkur og bíða eftir því að fara að skjóta rakettunum. Marteinn hafði farið með pabba á flugeldasöluna og þeir keyptu tertu sem hét Egill. Okkur fannst þetta nú frekar fyndið (aðallega Matta) - að ætla að fara að sprengja Egil í tætlur. Ég var alveg sérstaklega hjálpsamur, eiginlega svo mikið að mömmu var hætt að standa á sama.
Annars byrja ég á nýja leikskólanum á morgun og mamma mín heldur að það muni nú aðeins hjálpa til við að ná mér niðra jörðina eftir langa fjarveru frá skipulögðum leik og starfi. Ef ekki þá veit hún svei mér þá ekki hvað hún á af sér að gera, ég er nefnilega farin að reyna frekar mikið á þolrifin í henni og pabba. Það verða örugglega sagðar einhverjar skemmtilegar sögur af mér hérna á síðunni af nýja leikskólanum svo fylgist bara spennt með :)
Annars sendi ég mínar bestu nýárskveðjur til allra sem þetta lesa, vonandi eigið þið yndislegt ár 2007

2 Comments:

Blogger Inga Lara said...

held ad thad se komin timi a rutinu!

9:45 e.h.  
Anonymous Nafnlaus said...

Hæ elsku Egill Orri,
Ég kannast aðeins við þetta að hafa ekkert verið í leikskóla og allir að stjanast í kringum mig.. ég datt þann 8. des í leiksk. og hafði ekkert farið síðan á leikskólann fyrr en í gær... það gekk bara vel :) Hlakka til að hitta þig - vonandi fyrr en seinna!
Svo flyt ég líklega í byrjun júní til Reykjavíkur!

bkv. úr sveitinni Guðrún Elfa

1:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home