miðvikudagur, desember 20, 2006

flókin þessi orð

Í gær þegar við Matti vorum að spila tölvuleik þá var hann eitthvað farinn að heimta að komast að og ég, sem var á kafi í leiknum, sagði föðurlega við hann. "Matti reyndu nú bara að vera óþolinmóður, það kemur að þér eftir smástund".
Æi það er stundum erfitt að átta sig á þessum orðum sem fólk er að nota. Hvernig á maður að vita að eitt ómerkilegt 'ó' geti snúið merkingunni við? Maður er nú einu sinni bara fimm ára.

1 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

oh hvad eg hlakka til ad sja thig rusinan min.

10:19 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home