Jólaball og fleira
Jæja þá er ég kominn úr sveitinni og það verður sko mikið brallað um helgina. Í dag fékk ég að fara með Matta bróður heim til hans og þar lékum við okkur allann dag. Bökuðum piparkökur og fleira skemmtilegt. Slettist að vísu aðeins upp á vinskapinn en það gerist nú á bestu bæjum.
Á morgun er svo jólaball í vinnunni hjá pabba mínum og þá koma kannski einhverjir rauðklæddir kallar í heimsókn sem kannski gefa manni eitthvað gott? Þegar við komum heim ætlum við svo að skreyta jólatréð sem búið er að standa úti í kuldanum síðan um síðustu helgi. Það verður gaman og nú er líka alveg rosalega stutt til jóla. Ég er búinn að vera ofsalega þægur og góður og hef fengið í skóinn á hverri nóttu. Í nótt kemur Skyrgámur og ég ætla að setja skyr út í glugga handa honum, þá verður hann svo glaður. Það held ég.
Á sunnudaginn er það svo sunnudagaskólinn og síðan ætlum við að fara í bíó á nýja mynd í "bíóinu hans pabba". Hún heitir Happy Feet og er um nokkrar sætar mörgæsir sem lenda í miklum ævintýrum.
Á mánudaginn fer ég svo í heimsókn á nýja leikskólann og ég hlakka mikið til. Mamma spurði mig að vísu í gær hvort það væri ekki gaman að vera að fara að byrja á leikskóla og þá var svarið afdráttarlaust "nei" (enda búinn að vera í dekri og spillingu hjá öfum og ömmum í viku núna). En í dag þegar netið kom loks í húsið þá vildi ég nú soldið skoða heimasíðuna hans og hafði margar spurningar sem ég þurfti svör við. Kannski kemur svo Leó á sama leikskóla - þá yrði nú gaman hjá okkur.
En hljóma þetta ekki bara eins og nokkuð spennandi dagar framundan?
2 Comments:
Vá, Egill Orri! Rosaleg var ég glöð að heyra að þú værir fluttur aftur heim til Íslands... var orðin hrædd um að þú myndir breyttast í Emili Í Kattholti þarna úti í Svíþjóð!!!;) ... Hafðu það rosa gott og skemmtilegt á nýja leikskólanum - hefði sko alveg víljað fá þig hingað til mín ... en ég flyt bráðum í bæinn... og þá hittumst vonandi!
bkv. úr sveitinni.... Guðrún Elfa :)
Hej du lille mannen,
Liten julhälsning från din fraenka Annette i Sverige. Var snäll så kommer jultomten. Och hälsa Matti.
:-)
/AW
Skrifa ummæli
<< Home