þriðjudagur, desember 05, 2006

Síðasti dagurinn...

... í Lundi. Soldið svona skrítið. Ekki að ég hafi fundið mikið fyrir því kannski, þetta var öðrum dögum líkt í sjálfu sér. Ég fékk að vísu að bjóða krökkunum á deildinni minni upp á ís í eftirrétt eftir matinn í dag. Það er víst ekki á hverjum degi. Annars var ég pínuleiður að kveðja alla vinina mína og sérstaklega fóstrurnar þær Anniku og Caizu sem hafa nú reynst mér afskaplega vel.
Við mamma höfum haft það agalega gott hérna og ég tók loforð af mömmu að við myndum nú koma hingað aftur "på besök". Mamma hélt það nú enda mátti vart á milli sjá hvort okkar tók þetta nær sér í dag - mamma var bara hálfskælandi þarna að kveðja alla á leikskólanum.
Á morgun er það svo Ísland sem bíður og það verður að sjálfsögðu líka gaman, nú svo styttist í jólin og ekki leiðist mér það nú litla manninum. Hvað skyldi ég nú fá í skóinn?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home